Félagsmiðstöðin Ásinn
Ásinn býður upp á fjölbreytt starf fyrir unglinga í 8. - 10. bekk. Hægt er að kaupa sér gos og nammi i sjoppunni hjá okkur öll þau kvöld sem er opið. Við leggjum áherslu á að hafa eitthvað í boði fyrir alla og taka unglingarnir virkan þátt í að útbúa dagskrá fyrir hvern mánuð.
Opið er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá klukkan 19:30 – 22:00.
Við bjóðum einnig upp á miðdeildarstarf fyrir 5. – 7.bekk og fær hver árgangur að mæta einu sinni í viku frá kl. 17:00 – 18:45 eða eins og hér segir:
- 5. bekkur á mánudögum
- 6. bekkur á miðvikudögum
- 7. bekkur á föstudögum
Reglur í félagsmiðstöðinni
Almennar reglur Áslandsskóla gilda einnig í félagsmiðstöðinni Ásnum, https://www.aslandsskoli.is/skolinn/skolareglur/
Neysla áfengis, orkudrykkja, tóbaks og annarra vímuefnagjafa er með öllu óheimil innan dyra sem og á skólalóðinni. Þetta á einnig við um rafrettur og nikótínpúða.
Unglingum ber að virða þessar reglur og koma fram við starfsfólk og aðra gesti í félagsmiðstöðinni af virðingu
Þegar 3. stigs agabrot á sér stað er haft samband við foreldra og/eða forráðamenn.
Hafa samband
Sími Ássins er 585-4611
Eva Björk Jónsdóttir, deildarstjóri
s: 664-5785
evabjork@aslandsskoli.is
Fanney Valsdóttir, aðstoðarverkefnastjóri
fanney@aslandsskoli.is
- Eldri færsla
- Nýrri færsla