Frístundabíll

Börnum í 1. – 4. bekk er boðið upp á að nýta sér akstur á æfingar sem hefjast kl. 15:00 og 16:00. Bíllinn fer frá Áslandsskóla og verður starfsmaður með í hverri ferð og tryggir öryggi krakkanna í rútunni og passar upp á að allir skili sér á rétta staði.

  • Fyrri bíll fer frá skólanum kl. 14:20
  • Seinni bíll fer frá skólanum kl. 15:20

Skráning í aksturinn fer fram í gegnum Mínar síður – Grunnskólar/skráning í frístund og svo er farið í Völu. Ef ýtt er á láréttu línurnar þrjár þá kemur upp hliðarstika til vinstri þar sem hægt er að velja frístundaakstur.

Frístundaabíllinn er aðskilinn frístundaheimilinu og geta því börn sem ekki eru skráð í Tröllaheima nýtt sér aksturinn. Það er á ábyrgð foreldra að skrá þau og tryggja að börnin séu mætt á réttum tíma á upphafsstað frístundaakstursins.

Ekið er alla virka daga fram að jólafríi utan þess að aksturinn fellur niður í vetrarfríi skólans. Verkefnið er unnið í samvinnu Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélögin og Hópbíla sem sjá um aksturinn. 



Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is