Námsefnakynning

Námsefnakynning

Í upphafi skólaárs, oftast um miðjan september, halda umsjónarkennarar árganga
kynningarfundi fyrir foreldra. Þar fer fram kynning á námsefni og helstu áherslum
vetrarins auk þess sem upplýsingum um agakerfi, reglur og viðurlög, upplýsingaflæði
milli heimilis og skóla og helstu stefnumál skólans er komið á framfæri. Dagskrá
kynningarfundarins er send deildarstjóra fyrirfram.

Haldin eru skólafærninámskeið fyrir foreldra verðandi 1. bekkinga í Áslandsskóla.

Námskeiðin skiptast í tvennt og er annar hluti námskeiðsins haldinn að vori áður en
barnið hefur skólagöngu. Þá er foreldrum kynnt stefna skólans og helstu áherslur og
skólahúsnæði skoðað. Að hausti eru foreldrum aftur boðið til fundar. Þá fer fram
kynning á námsefni og kennsluháttum. Oft eru einnig haldin fræðsluerindi. Skólinn
hefur undanfarin ár boðið foreldrum upp á kvöldverð á námskeiðinu. Við lok námskeiðs fá
foreldrar viðurkenningarskjal um þátttöku.




Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is