Félagsmiðstöðin Ásinn

Unglingadeild, 8 - 10 bekkur

Við leggjum áherslu á að hafa eitthvað í boði fyrir alla og taka unglingarnir virkan þátt í að útbúa dagskrá fyrir hvern mánuð. Hægt er að kaupa sér gos og nammi i sjoppunni hjá okkur öll þau kvöld sem er opið.

Opið er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 19:30 - 22:00.

Við erum á samfélagsmiðlum

Miðdeild, 5 - 7 bekkur

Hver árgangur fær að mæta einu sinni í viku frá kl. 17:00 – 18:45. Árgangarnir skiptast á að mæta annað hvort mánudag, miðvikudag eða föstudag og rúllar þetta fyrirkomulag vikulega. Sjoppan er opin á fyrstu opnun hvers mánaðar hjá hverjum árgang fyrir sig.

Við erum á samfélagsmiðlum

Nemendaráð

Við erum með frábært nemendaráð sem samanstendur af fulltrúm úr öllum bekkjum unglingadeildar og eru nú 15 fulltrúar í nemendaráðinu (2021-2022). Ráðið fundar einu sinni í viku og ræðir ýmsa mikilvæga hluti og skipuleggur þá viðburði sem framundan eru. Lögð verður mikil áhersla á samvinnu innan nemendaráðsins og að allir fulltrúar séu góð fyrirmynd. Nemendaráðið er traustur fulltrúi samnemenda sinna og skólans.

Klúbbastarf

Við leggjum áherslu á að hafa flott klúbbastarf fyrir unglingadeildina. Þetta eru þeir klúbbar sem eru í gangi hjá okkur þessa stundina.

Asinn_klubbar

Reglur í félagsmiðstöðinni

Almennar reglur Áslandsskóla gilda einnig í félagsmiðstöðinni:  https://www.aslandsskoli.is/skolinn/skolareglur/
Neysla áfengis, orkudrykkja, tóbaks og annarra vímuefnagjafa er með öllu óheimil innan dyra sem og á skólalóðinni. Þetta á einnig við um rafrettur og nikótínpúða.  Unglingum ber að virða þessar reglur og koma fram við starfsfólk og aðra gesti í félagsmiðstöðinni af virðingu.  Þegar 3. stigs agabrot á sér stað er haft samband við foreldra og/eða forráðamenn.

Hafa samband


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is