Farartæki

Í Áslandsskóla eru sérstakar reglur er varða notkun reiðhjóla.  Þær getur þú fundið hér

Af vespum

Nokkrir nemendur eiga skellinöðrur og koma á þeim í skólann, fleiri nemendur eiga minni vélhjól og rafvespur.

 Eigendur hjólanna fylgja í langflestum tilfellum lögum og reglu og gæta varúðar. Vandamál koma upp þegar nemendur fara óvarlega og/eða tækin eru lánuð öðrum nemendum sem kunna lítið á þau, eru hjálmlausir og fara ekki nógu varlega.

  • Algerlega óheimilt er að koma í skólann á ofangreindum farartækjum án þess að nota hjálm eins og lög gera ráð fyrir.
  • Algerlega óheimilt er að nota þessi farartæki á skólalóðinni, af því getur skapast hætta og slys orðið.
  • Það er stranglega bannað að fara á þessum farartækum í íþrótta– og sundtíma.  Til þess notum við skólabíl.

· Nemendur sem koma á þessum tækjum í skólann eiga að leggja þeim í stæði í ysta hólfi bílastæðis, við strætóskýlið.  Ekki í stæðin nær skólanum í sama hólfi.


Það er því miður ekki að ástæðulausu sem við hér í Áslandsskóla höfum haft vaxandi áhyggjur af vélhjólaumferðinni og það er von okkar að með samstilltu átaki skólans og heimila getum við haldið þessum málum í öruggum og góðum farvegi.

 Rétt er að ítreka að langflestir nemenda standa sig mjög vel í öllu því sem snýr að þessum farartækjum og ber að hrósa þeim fyrir það.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is