Saga skólans

Saga skólans

Áslandsskóli tók til starfa haustið 2001 og var þá rekinn af Íslensku menntasamtökunum. Skólinn var í upphafi starfs síns einkaskóli og rekinn í tilraunaskyni samkvæmt heimild í grunnskólalögum.

Haustið 2002 urðu breytingar á rekstri skólans og tók Hafnarfjarðarbær við stjórnun hans 19. september.

Fyrsta árið voru innan við 100 nemendur við skólann frá 1. – 7. bekk og hefur skólinn vaxið mikið síðan og er Áslandsskóli nú heildstæður grunnskóli með hátt í fimmta hundrað nemendur í 1.-10. bekk.

Fastir liðir í starfi skólans eru m.a. morgunstundir, menningardagar, upplestrarkeppni, og samstarf við Hrafnistu.

Áslandsskóli hlaut foreldraverðlaun Hafnarfjarðar 2002. Tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla eru

2004 – Skóli og samfélag.
2005 – Menningardagar.
2006 – Morgunstundir.

Skólinn er til húsa að Kríuási 1 og er það húsnæði í eigu og rekstri Regins og leigir Hafnarfjarðarbær það til 25 ára.

Skólastjórar
Unnur Elfa Guðmundsdóttir, maí 2021 - 
Leifur S. Garðarsson, nóvember 2002 – janúar 2021
Erla Guðjónsdóttir, september – nóvember 2002
Skarphéðinn Gunnarsson, júlí – september 2002
Áslaug Brynjólfsdóttir, september 2001 – júlí 2002
Kristrún Lind Birgisdóttir, janúar – júlí 2001


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is