Skólaráð Áslandsskóla

Lögum samkvæmt er skólaráð samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri ber ábyrgð á því að skólaráð sé virkt og það setji sér starfsreglur.

Í skólaráði Áslandsskóla skólaárið 2017-2018 sitja:

Leifur S. Garðarsson   skólastjóri,

Unnur Elfa Guðmundsdóttir  aðstoðarskólastjóri,

Guðrún Benediktsdóttir kennari,

Steinbjörn Logason   kennari,

Fannar Freyr Guðmundsson   fulltrúi annars starfsfólks ,  

Kristín Ólöf Grétarsdóttir  fulltrúi foreldra,

Ásbjörn Ingi Ingvarsson fulltrúi nemenda,

Agnes Helga Gísladóttir fulltrúi nemenda,

Sigmar Ingi Sigurgeirsson   fulltrúi grenndarsamfélags.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is