Árshátíð unglingadeildar

4.4.2016

Árshátíð Áslandsskóla og Ássins verður haldin næstkomandi miðvikudag 6. apríl. Húsið opnar klukkan 17.30 og hefst með borðhald kl. 18:00. Skemmtiatriði verða ekki af verri endanum og mun Ari Eldjárn vera með uppistand og hr. Hnetusmjör spilar nokkur lög, formaður nemendaráðs heldur ræðu, sýnd verða árshátíðarmyndbönd og kosningar gerðar ljósar. Eftir formlegt borðhald mun DJ Trickson halda uppi stemningunni og spila til 22.00.
Miðaverð er 3500 kr og fer miðasala fram í Ásnum.

Á árshátíðardaginn ætla kennarar unglingadeildar að brjóta aðeins upp skóladaginn eins og gert hefur verið undanfarin ár. Kennt er fyrstu fimm tímana. Eftir hádegismat ætla kennara síðan að bjóða nemendum upp á vöfflur með rjóma og ávexti.  

Frí er fyrstu tvær kennslustundirnar fimmtudaginn 7. apríl


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is