Áslandsskóli fær viðurkenningu fræðsluráðs 2016

14.6.2016

Starfsfólk Áslandsskóla fékk í dag viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar 2016. Viðurkenningin er veitt fyrir Menningardaga Áslandsskóla.

Sá mannauður sem finnst í starfsmannahópi Áslandsskóla verður ekki metinn til fjár. Þar leggur hver og einn sitt á vogarskálarnar með áhuga, metnaði, hvatningu, alúð og umhyggju að leiðarljósi. Ólíkar sterkar hliðar þeirra sem þar taka höndum saman gera hópinn faglega sterkan, færan og hæfan til að valda því starfi sem hver og einn sinnir.

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is