Breyting á skólahaldi 15. september

6.9.2016

Kæru foreldrar 

Vegna endurmenntunarferðar starfsfólks Áslandsskóla lýkur skóla með hádegisverði fimmtudaginn 15. september.  Nemendur snæða hádegisverð þann daginn og fara svo heim.  Þeir sem eiga vistun í frístundaheimilinu Tröllaheimum geta farið þangað strax eftir matinn.Skipulagsdagur er síðan daginn eftir, föstudaginn 16. september og því ekki skóli þann daginn. 

Starfsfólk Áslandsskóla heldur þennan dag norður í land til endurmenntunar.  Á dagskránni eru t.d. heimsókn í Landnámssetrið í Borgarnesi, fræðsla í Háskólanum á Akureyri og stór læsisráðstefna. 

Bestu skólakveðjur
Leifur S. Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is