Framlag til Mæðrastyrksnefndar

Skólasamfélagið í Áslandi styrkir Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar

4.12.2018

Við í Áslandsskóla höfum haft þann sið undanfarin ellefu skólaár að hver nemandi/starfsmaður mæti með lokað umslag með frjálsu framlagi til Mæðrastyrksnefndar í stað pakkaleikja fyrir jólin. 

Nemendur afhenda sínum umsjónarkennara framlag sitt mánudaginn 17. desember eða koma með það á skrifstofu skólans. 

Þessi hugsun okkar tengist einni af hornstoðunum okkar fjórum, þjónustu við samfélagið.

Fjármunum verður síðan safnað saman og þeir afhentir fulltrúa Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar á sal skólans fimmtudaginn 20. desember kl. 12.50.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is