Grunnskólaskákmót

27.3.2023

Áslandsskóli tók þátt í grunnskólaskákmóti miðdeilda í Hafnarfirði sem haldið var í Hvaleyrarskóla af Kiwanisklúbbnum Hraunborgum. Sex drengir úr miðdeild mynduðu skáksveit Áslandsskóla og tefldu þeir við allar hinar skáksveitirnar alls sjö viðureignir. Sveitin okkar náði í 19 og hálft stig úr þeim viðureignum sem skilaði þeim þriðja sæti.Við megum svo sannarlega vera stolt af okkar skáksveit. 

Áslandsskóli fékk svo að gjöf tvö sett af taflborðum, taflmönnum og skákklukkum frá Kiwanisklúbbnum Hraunborgum. Helgi Ólafsson stórmeistari í skák var viðstaddur og tók þátt í að dæma á mótinu og sinnti almennri yfirsýn, gaman fyrir strákana að sjá stórmeistara í eigin persónu. Það eru því spennandi tímar framundan og um að gera að virkja skák áhugann enn meira og mæta aftur sterk til leiks á næsta ári.




Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is