Lestrarverkefnið LÆK

27.10.2023

Barnabókahöfundarnir, Gunnar Helgason og Bergrún Íris Sævarsdóttir heimsóttu Áslandsskóla á dögunum og ýttu úr vör lestrarverkefninu LÆK. Verkefninu er ætlað að efla lestur og lesskilning nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar og munu þau skrifa alls 18 smásögur í samstarfi við kennara og nemendur á mið- og unglingastigi í níu grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar.

Í kjölfar heimsóknarinnar sendu allir nemendur inn hugmynd að söguefni sem mátti vera eitt orð, nafn eða heilsteypt hugmynd auk þess að senda inn tillögur að nöfnum á sögupersónur.

Þann 18. september drógu höfundar svo hugmyndirnar úr potti hvers skóla og skólastigs. Hvor höfundur um sig réði fjölda dreginna hugmynda og hætti þegar hann taldi að nóg væri komið í heila sögu. Það verður því spennandi að sjá hvernig Bergdís hnoðar saman hugmyndum miðdeildar og Gunnar Helga hugmyndum unglingadeildar.





Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is