Desember 2003

1.12.2003

Ætíð eru það sömu hughrifin sem fylgja jólaguðspjallinu en þó alltaf ný. Er það í raun ekki yndislegt, að á tímum örra breytinga og mikils hraða í samfélaginu okkar, að sumt breytist ekki breytinganna vegna. Gott dæmi um slíkt er jólaguðspjallið og boðskapur þess. Alltaf eins hlýlegt, tryggt, notalegt, gott og fær hugann til að reika um liðnar stundir.

Jólaguðspjallið vekur yndislegar kenndir í brjóstum okkar og minningar vakna um löngu liðin jól. Þótt líði ár og jafnvel öld fyrir sumum þá finnst okkur mörgum að jólahátíðin gangi í garð þegar kirkjuklukkurnar slá til hátíðar og aftansöngs og við heyrum upphafsorð jólaguðspjallsins lesin: “En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústus keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina”. Þá er hin heilaga jólasaga efst í huga okkar, myndræn og fögur.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is