Mikið um að vera og góður árangur nemenda okkar :)

21.3.2013

Nóg er að gera í Áslandsskóla þessar vikurnar. Stórskemmtileg og glæsileg Menningarhátíð er nýafstaða. Verk nemenda voru af öllum stærðum og gerðum og var greinilegt að metnaður, áhugi og gleði einkenndi verkefnin.

{nl}

Skólahreysti fór fram í síðustu viku og var keppnin geysivinsæl og skemmtileg. Góður árangur hjá okkar fólki.

{nl}

Stóra Upplestrarkeppnin var haldin í vikunni í Hafnarborg og voru keppendur okkar, Alexander og Hekla Sif skólanum sínum til sóma.

{nl}

Árshátíð unglingadeildar var sömuleiðis haldin í vikunni og gekk hún vel. Nemendur og kennarar unglingadeildar mættu prúðbúin og í hátíðarskapi og snæddu dýrindis hátíðarverð sem Þröstur kokkur galdraði fram af sinni alkunnu snilld.

{nl}

Foreldraröltið hefur gengið ágætlega og viljum við í stjórn foreldrafélagsins, hvetja foreldra til að taka þátt í röltinu og búa börnum okkar öruggt umhverfi.

{nl}

Nú á næstu dögum er páskafríið að koma og vonum við að nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans alls eigi góða stundir og komi endurnærð og útbelgd af páskaeggi eftir fríið.

{nl}

Kæru nemendur og foreldra, við óskum ykkur gleðilegra páska


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is