Skólahald og færð

6.3.2013

Flestar stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu eru nú færar umferð. Korpuvegur er þó ófær og er umferð til og frá Grafarvogi beint um Gullinbrú og Víkurveg.  Ártúnsbrekka er þungfær, sem og aðreinar upp á Höfðabakkabrú.  Reykjanesbraut er lokuð til suðurs við Garðabæ vegna umferðaróhapps. Lögregla og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu leggja áherslu á að fólk fari varlega og sé vakandi yfir færðinni þar sem mjög þungfært er í íbúahverfum og færð ótrygg.

{nl}

Foreldrum er nú óhætt að sækja börn sín í skólana ef þeir hafa tök á því. Minnt er á að börnin eru örugg og í góðri umsjá í skólunum þar til þau verða sótt eða þau aðstoðuð heim. Fólk er beðið um að taka enga óþarfa áhættu við að sækja börnin, ekki væsir um þau í skólunum. Foreldrum er jafnframt bent á að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu og almannavörnum í kvöldfréttum varðandi morgundaginn.

{nl}

Skilaboð til skólayfirvalda:

{nl}

Við minnum á að nú ríkir viðbúnaðarstig 1 varðandi röskun á skólastarfi, samkvæmt skipulagi almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins þar að lútandi. Sjá meðfylgjandi leiðbeiningar.

{nl}

Þar segir m.a. Geisi óveður við lok skóladags er metið hvort óhætt sé að senda börnin heim eða hvort ástæða er til að foreldrar sæki börnin. Þá eru gefnar út tilkynningar um það, auk þess sem skólarnir leggja sig fram um að hafa samband við foreldra. Við þessar aðstæður er mikilvægt að tryggja að börn yfirgefi ekki skólann nema í fylgd foreldra sinna eða annarra forráðamanna.

{nl}

Lendi skóli í erfiðleikum með að koma börnum heim í lok skóladags vegna veðurs eða færðar ber skólastjórnendum að hafa samband við 112 og leita aðstoðar.

{nl}

Skólastjórnendur látið heyra frá ykkur í gegnum 112 ef það eru börn í skólanum hjá ykkur þegar klukkan er að nálgast fimm sem enginn er búinn að sækja.

{nl}

Mikilvægt er að starfsfólk skólanna hafi samband við foreldra eða forráðamenn þeirra barna sem um ræðir.

{nl}

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða að sjálfsögðu til taks til þess að hjálpa börnum heim ef foreldrar hafa ekki haft tök á því að sækja þau í lok dags.

{nl}

Látið heyra frá ykkur ef eitthvað er í síma 894 5421 eða á netfangið jvm@shs.is.

{nl}

Vinsamlegast komið þessu á ykkar aðila og staðfestið móttöku.

{nl}

Bestu kveðjur

{nl}
{nl}

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is