Óveður við lok skóladags

4.3.2013

Skafrenningur er nú á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið síðustu klukkustundirnar.

{nl}

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað fólk við að æða af stað á illa útbúnum farartækjum.

{nl}

Eflaust velta foreldra því fyrir sér hvað verður með skólahald og vil ég benda á eftirfarandi tengi,  röskun á skólastafri vegna óveðurs.

{nl}

Búist er við stormi (meðalvindhraða meiri en 20 m/s) S- og V- til á landinu í dag og syðst á landinu á morgun. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð austan 15-23 m/s og snjókomu, en úrkomuminna seinnipartinn. Af þessum sökum viljum við minna á viðeigandi viðbrögð ef röskun verður á skólastarfi vegna veðurs.  Skólahald hefur verið með venjubundnum hætti hér í skólanum fyrir utan að allar íþróttir falla niður í dag.  Nemendur eru hér í skólanum þann tíma.

{nl}

Við viljum biðja foreldra að sækja börn sín í skólann að loknum skóladegi hafi veður ekki gengið niður þegar stundatöflu þeirra lýkur í dag.  Börn í Tröllaheimum ljúka sínum skóladegi þar eins og venjulega en við áréttum að sækja börnin þangað þegar þeirra tíma lýkur í dag.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is