Um rafvespur

21.9.2012

Ljóst er að fjölgun rafvespa er orðið stórkostlegt vandamál í tengslum við skólahaldið.

{nl}

Nemendur sem eiga og aka á slíkum tækjum leggja fyrir framan ruslageymsluna og hafa ekki tekið tillit til óska um að gera það ekki.  Slíkt truflar losun á sorpi og pappír úr geymslunni.

{nl}

Þá er miður að sjá þann fjölda nemenda sem ekur um á slíkum tækjum á skólalóð, oftar en ekki með aðra nemendur á tækinu með sér.

{nl}

 

{nl}

Skólastjóri hefur því tekið þá ákvörðun að velji nemendur að koma á slíkum tækjum í skólann skuli þeir leggja þeim á bílastæði skólans, fjærst skólanum við biðskýli strætó.

{nl}

Með öllu er óheimilt að leggja vespunum annars staðar á bílastæði eða lóð skólans.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is