Frábær frammistaða í skólahreysti

9.3.2012

Keppendur Áslandsskóla stóðu sig frábærlega í keppni í Skólahreysti í íþróttahúsinu við Austurberg í gær.  Áslandsskóli hafnaði í fjórða sæti í mjög sterkum riðli en stigafjöldi skólans hefði dugað til sigurs í fjórum öðrum riðlum sem búnir eru í ár.

{nl}

 

{nl}

Keppendur okkar, þau  Óliver Þór Davíðsson(upphýfingar og dýfur), Silja Rós Pétursdóttir(armbeygjur og fitnessgreip), Árni Kári Hafliðason(hraðabraut), og Kolbrún Sara Magnúsdóttir(hraðabraut) stóðu sig einstaklega vel í keppninni. 

{nl}

 

{nl}

Fjöldi nemenda Áslandsskóla mætti til að hvetja sitt lið og voru nemendur klæddir í bláa boli sem nokkrar stúlkur úr 9. bekk höfðu fjármagnað að eigin frumkvæði.  Stórbrotið framtak það.

{nl}

 

{nl}

Helga Huld Sigtryggsdóttir kennari hafði yfirumsjón með nemendum við æfingar og keppni í ár og gerði það framúrskarandi vel.

{nl}

 

{nl}

Röð fimm efstu skólanna í gær var þessi:

{nl}

Heiðarskóli 81 stig

{nl}

Holtaskóli 69 stig

{nl}

Setbergsskóli 63,5 stig

{nl}

Áslandsskóli 59 stig

{nl}

Myllubakkaskóli 58 stig

{nl}

 

{nl}

Til hamingju krakkar – frábært hjá ykkur


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is