Fjársjóðsleit og afmælisstelpur

28.5.2011

Í dag fórum við í fjársjóðsleit og var vinabekkurinn okkar Þórsheimar okkur til aðstoðar. Nemendum var skipt í sex hópa og gengum við niður á víkingaróló og leituðum þar að kexpökkum sem búið var að fela. Þegar hver hópur var búin að finna einn kexpakka þá fann hópurinn sér góðan stað til að fara á og gæða sér á kexinu. Allir skemmtu sér konunglega yfir þessu en hóparnir voru misfljótir að finna fjársjóðina.

{nl}

Í bekkjunum voru líka tvær afmælisstelpur þær Harpa (7.bekk) og Birgitta Kristín í okkar bekk Jöklaheimum. Við Óskum þeim innilega til hamingju með daginn.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is