Jólaferð 5. bekkja

14.12.2010

Jólaferð 5. bekkja

{nl}

 Mánudaginn 13. desember ætlum við í 5. bekk að fara í jólaferð upp að Hvaleyrarvatni. Lagt verður af stað gangandi frá skólanum upp úr 8.10 og gengið er til baka í lok dags. Þar er ætlunin að eyða skóladeginu við leik og störf.

{nl}

Nemendur sem skráðir eru í hádegismat fá pylsur til að grilla á staðnum, aðrir þurfa að taka með sér pylsur og pylsubrauð. Allar sósur verða á staðnum.

{nl}

Þar sem við verðum allan skóladaginn mælumst við til að nemendur taki með sér tvöfalt nesti. Mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri.

{nl}

Nemendur mega taka með sér vasaljós.

{nl}

Áætluð heimkoma er við skólalok eða samkvæmt stundatöflu.

{nl}

Með jólakveðju

{nl}

Elva, Einar og Jónína

{nl}

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is