Hugsað til þeirra sem minna mega sín

2.12.2010

Í tengslum við jólahald í skólum eru pakkaleikir á stofujólum gjarnan eitt atriðanna. 

{nl}

{nl}

Við í Áslandsskóla höfum haft þann sið undanfarin fimm skólaár, að hver nemandi og hver starfsmaður mæti með lokað umslag með frjálsu framlagi miðvikudaginn 15. desember. 

{nl}

{nl}

Nemendur afhenda umsjónarkennara sitt umslag.

{nl}

{nl}

Þessi hugsun okkar tengist einni af hornstoðunum fjórum, þjónustu við samfélagið.

{nl}

{nl}

Fjármunum verður síðan safnað saman og við lok síðustu skemmtunar á sal skólans, litlu-jólum  í 6. bekk mánudaginn 20. desember, verður sú upphæð sem til hefur safnast afhent fulltrúa Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar.

{nl}

{nl}

Gert er ráð fyrir því að skólastjóri afhendi fulltrúa Mæðrastyrksnefndar það sem safnast um kl. 13:15 á sal skólans.

{nl}

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is