Ratleikur 1. desember

27.11.2010

Nú er að líða að hinum árlega ratleik Áslandsskóla sem verður þann 1. desember. Nemendur mæta kl. 8.10 í skólann og eru til rúmlega 12. Ekki er nauðsynlegt að hafa skólatösku meðferðis nema þá undir nesti.

{nl}

Við í 5. bekk munum eflaust nýta þann tíma sem við verðum ekki að hlaupa um hverfið til að æfa helgileikinn. Áætlað er að hafa einhvers konar generalprufu föstudaginn 10. desember.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is