„Hættu áður en þú byrjar“ - Marita fræðsla

18.10.2010

Nk. miðvikudag, 20.október, fá nemendur í 7. til 10. bekk fræðslu er snýr að vímuvörnum og tölvunotkun. Maritafræðslan snýst um að fræða unglinga og foreldra um skaðsemi vímuefna.

{nl}

Nemendur fá fræðslu á skólatíma en seinna sama dag er fræðsla fyrir foreldra í sal Áslandsskóla.

{nl}

Fundur fyrir foreldra barna í 7. bekk er kl. 18-19:30 - „allir hinir mega það“.
Skoðað verður tölvunotkun, ofbeldi í tölvuleikjum, sjónvarpsþættir, auglýsingar, aukin klámvæðing, MSN,
Facebook og fleira.

{nl}

Fundur fyrir foreldra barna í 8.-10.bekk er kl. 19:30 - 21:00 - „Hættu áður en þú byrjar“.
Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi ræðir niðurstöður vímuefnarannsóknar sem nýverið var gerð í grunnskólum Hafnarfjarðar. Magnús Stefánsson hjá Marita á Íslandi fjallar um vímuvarnir.

Vonandi sjá sem flestir foreldrar barna í 7.-10. bekk sér fært að mæta.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is