Foreldraröltið hafið

8.9.2010

Á föstudagskvöldum í vetur sjá foreldrar í skólanum um að rölta um hverfið eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Bekkjartenglar hafa samband við foreldra þegar röðin er komin að viðkomandi bekkjum og óska eftir þátttöku. Nk. föstudagskvöld sjá foreldrar í Jarðheimum um að rölta og er þegar komin ágætis skráning.

{nl}

Það er hressandi að fá sér kvöldgöngu, ræða við aðra foreldra í bekknum og í leiðinni stuðla að því að virtar séu útivistarreglur. Breyttar útivistarreglur tóku gildi 1. september. Börn yngri en 12 ára mega vera úti til kl. 20:00 og börn 13 - 16 ára mega vera úti til kl. 22:00. Sjá nánar hér: Útivistarreglur.

{nl}

Á eftirfarandi vefsíðum má sjá gagnlegar upplýsingar um foreldraröltið:
Heimili og skóli
Lögregluvefurinn


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is