Til foreldra og forráðamanna barna sem hefja nám í 1. bekk í Áslandsskóla haustið 2010

25.5.2010

 

{nl}

 

{nl}

Nú styttist í að barn ykkar hefji nám í grunnskóla. Á þessum tíma verða ákveðin þáttaskil í lífi barnsins og fjölskyldunnar allrar og mikilvægt að foreldrar og starfsfólk skóla vinni saman að farsælli skólagöngu barnsins.

{nl}

 

{nl}

Í því skyni að leggja grunn að góðri samvinnu og ánægjulegu 10 ára samstarfi heimila og skóla ætla foreldrafélag og starfsfólk Áslandsskóla að standa fyrir námskeiði fyrir foreldra og forráðamenn barna sem hefja nám í 1. bekk nú í haust.  Námskeiðið kallast SKÓLAFÆRNI og er foreldrum og forráðamönnum að kostnaðarlausu.  Fyrri hluti námskeiðsins verður haldinn þriðjudaginn 1. júní og síðari hluti námskeiðsins verður haldinn á haustdögum. Námskeiðið hefst klukkan 18:00 báða dagana og lýkur stundvíslega klukkan 21:00. Boðið verður upp á léttan málsverð bæði kvöldin.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is