Kynningarfundur - innritun í framhaldsskóla

7.4.2010

Föstudaginn, 9. apríl, n.k. kl. 8.00, verður Sölvi Sveinsson frá Menntamálaráðuneytinu með kynningarfund í Víðistaðaskóla. Hann mun kynna innritunarferli framhaldsskólana og ný lög um framhaldsskóla fyrir foreldrum og svara spurningum þeirra.
Fundurinn er opinn öllum foreldrum 10. bekkinga á meðan húsrúm leyfir.

Minnum einnig á að forinnritun í framhaldsskóla fyrir næsta skólaár fer fram 12. - 16. apríl, n.k.
Við viljum að auki hvetja ykkur til að hafa samband við námsráðgjafa vakni spurningar hvað innritun í framhaldsskóla varðar.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is