Stærðfræðikeppni Flensborgarskólans fyrir grunnskólanema

23.3.2010

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur undanfarin ár haldið stærðfræðikeppni fyrir nemendur í unglingadeildum grunnskólanna í Hafnarfirði.

{nl}

Áslandsskóli hefur tekið þátt í nokkur ár og nemendur frá okkur ávallt staðið sig með miklum sóma.

{nl}

Viðurkenningar voru veittar í gær fyrir keppnina sem fram fór 10. mars.

{nl}

Eftirtaldir nemendur Áslandsskóla hlutu sérstaka viðurkenningu:

{nl}

8. bekkur

{nl}

Hlynur Þór Pétursson (9. sæti), Ásdís Lilja Oddsdóttir (4. sæti) og Jóna Elísabet Sturludóttir (2. sæti)

{nl}

9. bekkur

{nl}

Kristín Björg Bergþórsdóttir (5.sæti)

{nl}

10. bekkur

{nl}

Pétur Már Gíslason (9. sæti) og Stefán Grétar Hallgrímsson (6.-7. sæti)

{nl}

Óskum við ofantöldum nemendum til hamingju með framúrskarandi árangur sem eflaust hvetur þau til frekar dáða á sviði stærðfræðinnar.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is