Sylvía okkar Pétursdóttir hlaut Íslensku Menntaverðlaunin

28.5.2009

{nl}

Sylvía Pétursdóttir kennari í Áslandsskóla hlaut í kvöld Íslensku Menntaverðlaunin og tók hún við þeim úr hendi Forseta Íslands, Herra Ólafi Ragnari Grímssyni í Hofstaðaskóla í kvöld.

{nl}

Áslandsskóli óskar Sylvíu og fjölskyldu hennar innilega til hamingju.  Við fyllumst í senn stolti og gleði.  Til hamingju Sylvía.

{nl}

 

{nl}

Í umsögn dómnefndar segir:

{nl}

 

{nl}

3. Ungt fólk sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt.

{nl}

Sylvía Pétursdóttir lauk B.Ed.- prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004 og hóf kennslu þá um haustið í Áslandsskóla í Hafnarfirði.

{nl}

Undanfarin 5 ár hefur Sylvía annast kennslu yngri nemenda og séð um heimilisfræði í unglingadeild. Hún hefur einnig verið í hópi kennara sem leitar leiða til úrlausnar á sértækum hegðunarvandamálum.

{nl}

Áslandsskóli hefur verið í mikilli uppbyggingu og hefur Sylvía tekið virkan þátt í því starfi með skilvirku vinnuframlagi sem einkennist af jákvæðum hug í garð kennarastarfsins og skólans. Hún hefur verið virkur þátttakandi í uppbyggingu á sviði SMT- skólafærni, námsmati skólans, morgunstundum og margskonar vinnu með dygðir skólans. Einnig hefur hún komið að Comeniusar-verkefni skólans og verkefni sem eykur tengsl á milli heimilis og skóla og felst í að bangsi fer heim og kynnist lífi nemenda þar og kemur svo aftur í skólann og segir frá. Öllum þessum verkefnum hefur Sylvía skilað með miklum sóma. Sylvía sinnir starfi sínu af mikilli alúð og virðingu, hún hefur umhyggjusemi og kærleika að leiðarljósi og nær einstaklega vel til nemenda sinna, samstarfsfólks og forráðamanna barnanna.

{nl}

Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, sagði að góður kennari þyrfti „að ná að glæða áhuga nemandans, efla góðvild hans, þroska smekk hans, hvessa vilja hans, styrkja réttsýni hans og auka umbyrðarlyndi hans.“ Sylvía hefur náð góðum árangri í þessum anda.

{nl}

Sylvía Pétursdóttir er verðugur fulltrúi ungra kennara sem hafa sýnt  hæfileika og lagt alúð við starf sitt.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is