Fyrlestur á vegum SAFT

31.3.2009

SAFT hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um tölvunotkun barna og unglinga fyrir foreldra í Áslandsskóla, Hvaleyrarskóla og Hraunvallaskóla.  Því miður var mætingin arfaslök og því setjum við fróðleik tengdan þessu mikilvæga málefni á heimasíðu foreldra inná www.aslandsskoli.is og þar undir „foreldrar“

{nl}

 

{nl}

Í þessum fyrirlestri komu ýmsir mjög áhugarverðir punktar fram og ljóst að það er mjög mikilvægt fyrir foreldra að huga vel að tölvunotkun og þá ekki síst netnotkun barna sinna.   Þar kemur fram að skv könnun sem Capacent gerði fyrir SAFT að um 74% barna nota Internetið daglega og að 71% þeirra noti MSN sem er aukning úr 26% frá 2003.   Einnig kemur fram í þessari könnun að um 82% foreldra nota EKKI búnað sem hindrar að börnin skoði vefsíður með óæskilegu efni.

{nl}

 

{nl}

Ein mikilvægasta reglan fyrir börn og unglinga sem nota Internetið er að tala ekki við ókunnuga og þá alls ekki að gefa upp neinar persónuupplýsingar.  Ef haldið er áfram að vitna í þessa könnun þá kemur fram að 25% barna og unglinga hafa talað við ókunnuga á Internetinu, það er 1 af hverjum 4.   Þá hafa um 22% af börnum hitt einhvern sem þau kynntust fyrst á netinu en foreldrar segja hins vegar að það hafi gerst í 3% tilvika.

{nl}

 

{nl}

50% barna hafa lent óvart inná vefsíðu með nöktu fólki (klámsíðu) en þegar foreldrar eru spurðir hvort að börnin hafi orðið vart við kynferðislegt efni á netinu  svara aðeins 20% þeirra því játandi.

{nl}

 

{nl}

Það er því ljóst að það er mikilvægt að fylgjast vel með hvernig börnin nota Internetið sem er að flestu leyti frábært tól til skemmtunar og fróðleiks.

{nl}

 

{nl}

Endilega kynnið ykkur þetta betur hér á síðunni undir Greinar og erindi

{nl}

 

{nl}

Stjórn foreldrafélagsins.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is