Kennsla er frábært starf - Leifur S. Garðarsson, skólastjóri

19.2.2007

Kennslustarfið er ólíkt öðrum störfum. Kennari þarf að geta brugðið sér í mörg hlutverk sama daginn, jafnvel í sömu kennslustundinni. Hvert þessara hlutverka krefst hæfileika og mikillar þjálfunar sem ekki er endilega í hávegum í undirbúningsnámi.
Kennslustarfið getur verið mjög slítandi og snýst um fleiri hluti en bara væntumþykju fyrir nemendum. Það sést best á þeim fjölda nýrra kennara sem flytur sig í annað starf innan fyrstu fimm áranna í kennslu.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is