Skipulagsdagur & vetrarfrí

18.2.2020

Á morgun miðvikudag er skipulagsdagur í skólanum.
 Tröllaheimar eru opnir frá kl. 8-17 fyrir þá sem eru skráðir í lengda viðveru.

Fimmtudaginn 20. febrúar og föstudaginn 21. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Við minnum á að Tröllaheimar eru lokaðir þessa daga og frístundabíllinn fellur niður.

Nemendur mæta ekki í skólann miðvikudaginn 19. febrúar, fimmtudaginn 20. febrúar og föstudaginn 21. febrúar.

Venju samkvæmt verður frítt í sund í vetrarfríinu og menningarstofnanir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá þessa daga og helgina á undan. Nánari upplýsingar um dagskrána er hægt að nálgast á vef bæjarins www.hafnarfjordur.is 

Vetrarfrí - frítt í sund og fjölbreytt dagskrá menningarstofnana
Winter break - free admission to the swimming pools and a lot of fun things to do at the museums and library
Ferie zimowe - darmowe wejscie na baseny oraz wiele ciekawych zajec w Bibliotece oraz Muzeach w Hafnarfjörður

Með góðri kveðju og von um að þið njótið öll þeirra frídaga sem í vændum eru.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is