SMT LOTTÓ

2.3.2015

Í dag hefst SMT lottó hér í skólanum. Markmiðið með SMT lottóinu er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT reglum skólans og skapa skemmtilegt og jákvætt andrúmsloft sem aftur leiðir til betri hegðunar.

Á hverjum degi verða 10 sérmerktir fuglar settir í umferð . Allir nemendur sem fara eftir SMT skólareglum eiga möguleika á að fá sérmerktan fugl en eins og í öllum lottóum þá spilar heppni einnig inn í. Fuglarnir verða aðeins gefnir á opnum svæðum í matsal, í anddyri, á skólavelli, á göngum og í rútum.

Ef nemandi fær sérmerktan fugl fer hann með fuglinn á skrifstofu skólans og fuglinn er settur á 100 miða lottóspjald. Einnig fá forráðamenn póst frá skólanum um að barnið þeirra hafi komist á 100 miða lottóspjaldið.

Þegar 10 dagar eru liðnir er númeraspjaldið fullt.  Vinningshafarnir verða tilkynntir á næstu sameiginlegu morgunstund þar sem sagt verður frá því hvaða röð vinnur og hver verðlaunin eru, en áður en leikurinn hefst er SMT teymið búið að ákveða hvaða röð vinnur og setja upplýsingar um það í lokað umslag. Forráðamenn fá einnig að vita ef að barnið þeirra er í vinningsröðinni.

Bestu kveðjur,

SMT teymi Áslandsskóla.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is