SMT LOTTÓ

29.4.2016

Þetta er lottóleikur þar sem allir eru með og geta tekið þátt. Sumir verða heppnir og aðrir ekki.

Leikurinn er þannig að 10 krakkar fá sérmerktan fugl á dag í 10 daga - En samtals eru 100 fuglar í leiknum.

Fuglinn lítur út eins og venjulegur fugl nema hann er sérmerktur sem SMT LOTTÓ fugl.

Það eru 5 starfsmenn sem verða með þessa fugla á hverjum degi og fuglarnir verða gefnir á almennum svæðum . Það eru ekki allir sem fá svona fugl - þetta er nokkurs konar bingó .

Ef nemandinn verður svo heppinn að fá svona sérmerktan fugl þá á hann að fara með fuglinn á skrifstofuna og skrifa nafið sitt á hann. Fuglinn verður þar settur í pott og einnig hengdur á spjald sem verður í glugganum á skrifstofunni. Einnig verður látið vita heim til forráðamanna þeirra sem fá svona sérmerktan fugl.

Eftir 10 daga verður síðan dregið úr þessum 100 miðum og það eru 10 vinningshafar sem fá verðlaun.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is