Sveigjanlegur skóladagur

12.4.2016

Í dag þriðjudag 12. apríl er sveigjanlegur dagur hjá 1. - 7. bekk og lýkur skóladeginum í hádeginu. Nemendur í 1. - 7. bekk verða í útileikjum fram að hádegi. Þeir sem eiga vistun í Tröllaheimum fara þangað eftir hádegismat. Unglingadeildin fer upp í Bláfjöll á skíði/bretti. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 11.00 frá Áslandsskóla og heim frá Bláfjöllum kl. 15.30. Nemendur eru hvattir til að koma með þó þeir fari ekki á skíði því það er svo margt annað hægt að gera í Bláfjöllum. Höfum gaman saman . Þeir nemendur sem ætla ekki að koma með, eru í skólanum í umsjón kennara.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is