Hvað er foreldrafélag?

Foreldrafélög eru nú lögbundin skv. 9. gr. laga um grunnskóla. Við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Það er á ábyrgð skólastjóra að sjá til stofnun þess og að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Hlutverk foreldrafélagsins er m.a. eftirfarandi:

• Að styðja við skólastarfið
• Stuðla að velferð nemenda skólans
• Efla tengsl heimilis og skóla
• Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi
• Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu

Lög Foreldrafélags Áslandsskóla


Stjórn foreldrafélags Áslandsskóla veturinn 2023/2024

Tengiliður skólans við foreldrafélag 

Unnur Elfa Guðmundsdóttir, skólastjóri



Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is