Skólamenning

Morgunstund

Nemendur hittast í sal skólans í morgunstund. Hver deild kemur saman vikulega en allir nemendur skólans u.þ.b. mánaðarlega á sameiginlegri morgunstund. Þá eru veittar viðurkenningar fyrir jákvæða hegðun, rætt um málefni líðandi stundar og sýnd atriði frá öllum deildum.
Einn heimur/bekkur hefur umsjón með morgunstund hverju sinni. Morgunstund hefst með því að kveikt er á kertum fyrir hornstoðir skólans og farið er með skólaheitið en lýkur með skólasöng Áslandsskóla. Í morgunstundum fá nemendur, starfsfólk og foreldrar tækifæri til að hittast, sýna og sjá verk sem unnin eru. Morgunstundir eru góður vettvangur til að læra að bera virðingu fyrir öðrum, hlusta og koma fram. Forráðamenn eru ávallt velkomnir á morgunstund.
Umsjónarkennari ber ábyrgð á morgunstund bekkjar síns og skipuleggur hana í samvinnu við nemendur. Gæta skal að því að allir nemendur gegni hlutverki á morgunstund. Innihald morgunstundar skal vera í tengslum við dygð mánaðarins og rifja skal upp .a.m.k. eina SMT reglu. Morgunstundir eru alltaf skemmtilegar en tilgangur þeirra er að vera með vandaðan og vel undirbúinn flutning á efni sem tengist dygðunum. Atriði á morgunstund geta verið margvísleg t.d. leikrit, söngur, sögulestur, ljóðalestur, dans, kvikmynd, skyggnusýning, kynning á vinnu nemenda o.fl.


Menningardagar

Menningardagar eru haldnir á vorönn. Þá er sveiganlegt skólastarf. Nemendum er ýmist skipt upp í hópa innan árgangs eða deilda og unnið að verkefnum sem tengjast þema daganna. Menningardögum lýkur með opnu húsi þar sem vinna vetrarins og menningardaga er til sýnis. Atriði nemenda eru sýnd á sal, stofur opnar og starfrækt er kaffihús á vegum 10. bekkjar.

Allir í skólasamfélaginu nær og fjær velkomnir.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is