Íþróttir og sund

Íþróttir og sund

 Reglur um notkun á sundfatnaði í Áslandsskóla

Stúlkur eiga að mæta í sundbol og drengir eiga að mæta í sundskýlu eða sundstuttbuxum. Ekki er leyfilegt að mæta í bikiní eða strandsundbuxum.

Skólabíll

Nemendum er ekið í leikfimi og sund. Brýna þarf fyrir nemendum að fylgja settum reglum, sjá reglutöflu SMT. Reglur skulu kynntar og kenndar í upphafi hvers skólaárs.

1.-4. bekkur
Ef nemandi missir af skólabíl í sund skal hann tilkynna sig á skrifstofuna.

5.-10. bekkur
Ef nemandi missir af skólabíl í sund skal hann koma sér sjálfur í sundtímann. Sundkennarinn skráir seinkomuna.

Sund

Ef nemandi kemur með miða, þ.e. forráðamaður sækir um leyfi í sundtíma skal umsjónarkennari athuga hvort mögulegt sé að hann geti dvalið á bókasafni yfir sundtímann. Umsjónarkennari lætur skólaritara vita vegna skráningar í Mentor.

1.-4. bekkur
Ef nemandi gleymir sundfötum skal umsjónarkennari athuga hvort mögulegt sé að hann geti dvalið á bókasafni yfir sundtímann. Umsjónarkennari lætur síðan skólaritara vita að nemandi er ekki með sundföt og hann skráir í Mentor.

5.-7. bekkur
Ef nemandi gleymir sundfötum, fær nemandi fjarvist. Nemandi tilkynnir sig á skrifstofu. Umsjónarkennari lætur síðan skólaritara vita að nemandi er ekki með sundföt og hann skráir í Mentor.

8.-10. bekkur:
Ef nemandi gleymir sundfötum, fær nemandi fjarvist. Nemandi tilkynnir sig á skrifstofu. Sundkennari skráir fjarvist.

Íþróttir

1.-10. bekkur
Ef nemandi gleymir íþróttafötum skal hann fara með skólabíl í íþróttatíma og horfa á. Íþróttakennari skráir að íþróttaföt vantar.

7.-10. bekkur
Ef þetta gerist ítrekað færir íþróttakennari fjarvist á nemandann.

1.-4. bekkur
Ef nemandi missir af skólabíl í íþróttir skal hann tilkynna sig á skrifstofu. Umsjónarkennari lætur síðan skólaritara vita og hann skráir í Mentor.

5.-10. bekkur
Ef nemandi missir af skólabíl í íþróttir skal hann koma sér sjálfur í íþróttir. Íþróttakennari skráir seinkomuna.

Ef nemandi kemur með miða, þ.e. forráðamaður sækir um leyfi í íþróttatíma skal nemandi fara með skólabíl og horfa á íþróttatíma.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is