Samstarf og tengsl við ytir aðila

Leikskólasamstarf
Skólinn er í skipulögðu samstarfi við þá tvo leikskóla sem eru í skólahverfinu, Tjarnarás og Stekkjarás.

Að hausti eru línurnar lagðar í samstarfinu fyrir skólaárið.  Samstarfið samanstendur af heimsóknum á báða  bóga, upplestur og kórsöng, leikatriðum og ýmis annars konar samveru. 

Samstarf við eldri borgara
Á ári hverju er stefna skólans um að þróa samstarf og efla samvinnu við eldri borgara í Hafnarfirði.
Þar gefst nemendum tækifæri á að heimsækja dvalarheimili aldraða og vinna verkefni með þeim.
Þessi verkefni eru af ýmsum toga s.s. spilakvöld, golfmót, kínversk leikfimi, kórsöngur, upplestur og sagnaáheyrn.

Þjónusta við samfélagið
Nemendur Áslandsskóla leggja sig fram um að sýna þjónustu við samfélagið í orði og verki.

Síðasta dag fyrir jólafrí koma nemendur og starfsfólk með frjálst fjárframlag til styrktar Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar,  í stað pakkaleikja sem tíðkast í mörgum skólum.

Skólabúðir
Nemendur í  7. bekk fara í Skólabúðir að Reykjum ár hvert og nemendur í 9. bekk fara á Laugar í Sælingsdal.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is