Nám og kennsla

Skólasetning

Á heimasíðu skólans er hægt að finna hvernær hver árgangur á að mæta við skólasetningu. Byrjað er á sal þar sem bekkirnir eru lesnir upp og síðan fer hver bekkur með sínum kennara  í sína heimastofu. Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum.

Skólaslit

Hver árgangur hefur sinn tíma þar sem hluti af honum er í stofu og hluti á sal. Hjá 10. bekk eru skólaslit eingöngu á sal þar sem foreldrum er boðið að vera með og er að lokum boðið í kaffi á eftir.

Skóladagurinn

Skóladagurinn í Áslandsskóla byrjar kl. 8:10, frímínútur eru kl. 9:30-9:50 og kl. 13:20-13:35. Hádegishlé hjá 1-5 bekk  er frá kl. 11:10-11:35 og frímínútur frá 11:35-12:00. Hjá 6.-10. bekk er hádegishlé frá 11:10-12:00 og er matartíminn frá kl. 11:35.

Kennsluaðferðir

Í Áslandsskóla eru fjölbreyttir kennsluhættir og metnaðarfullt starf. Markmið og kennslutilhögun er að finna í bekkjarvísi hvers árgangs sem má skoða á heimasíðu skólans.

Heimanám

Heimanám er eðlilegt framhald af vinnu nemenda í kennslustundum.

Stefna Áslandsskóla er sú að venja nemendur á að skila heimavinnu samviskusamlega allt frá upphafi skólagöngu.  Heimanám er þroskandi og hvetur nemandann til ábyrgðar á námi sínu.

Hverju barni er nauðsynlegt að foreldrar styðji og taki þátt í menntun þess. Stuðningur getur birst á ýmsan hátt, s.s. að foreldrar sjái til þess að börn þeirra fái næði til heimanáms, nauðsynlega hvíld, hollt fæði og mæti stundvíslega í skólann með þau gögn sem til er ætlast.

Í gegnum heimanámið gefst foreldrum tækifæri til að fylgjast með því námsefni sem börnin vinna með í skólanum og námsframvindu barna sinna.  Það gefur þeim aukna möguleika á að bæta árangur þeirra í námi.

Að hausti skulu kennarar gera nemendum og foreldrum grein fyrir þeim kröfum sem gerðar eru til heimanáms.  Mikilvægt er að nemendur skili heimaverkefnum á tilsettum tíma og að vinnubrögð séu til sóma.  Öll ástundun náms er metin til einkunna og er hluti af skólaeinkunn.  Sérstök umsögn um heimavinnu er á vitnisburðarblaði í 1.-7.bekk.

Markmið heimanáms er að:

  • Ljúka verkefni sem byrjað var á í skóla
  • Rifja upp og byggja ofan á það sem þegar hefur verið kennt í skólanum
  • Undirbúa vinnu fyrir kennslustund
  • Kanna skilning
  • Vinna sjálfstætt og auka sjálfsaga
  • Nota efni og upplýsingar sem ekki eru til staðar í skólanum, s.s. viðtöl við foreldra, heimildarleit o.fl.

Hlutverk kennara gagnvart heimanámi

  • Útskýrir væntingar sínar til heimanáms fyrir foreldrum og nemendum
  • Kynnir foreldrum námsefni og námsleiðir
  • Gefur greinagóðar upplýsingar um heimanámið s.s. í vikuáætlunum, námsáætlunum, foreldraviðtölum og/eða á samstarfsfundum


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is