Hornstoðir Áslandsskóla

Dygðir / hornstoðir

Skólinn byggir á fjórum hornstoðum sem eru:

  • Vinna með allar dygðir
  • Hnattrænn skilningur
  • Þjónusta við samfélagið
  • Að gera allt framúrskarandi vel
  1. Ein dygð er valin dygð mánaðarins. Margvísleg umræða og vinna fer fram sem tengist viðkomandi dygð. Rækta á góðvild hjá nemendum í hvívetna.

  2. Fjallað um heiminn sem eina heild. Vinna sem tengist öðrum löndum og álfum sem stuðlar að því að nemendur kynnist ólíkum lífsháttum og lífsgæðum víða í heiminum.

  3. Þróun samstarfs við hópa, félög og fyrirtæki. Stuðningur við ákveðin málefni (dæmi: Hver nemandi komi með pening til styrktar bágstöddum börnum um jól í stað pakkaskipta sín á milli.

  4. Nemendur eru hvattir til að skoða framkomu sína og verklag. Að þeir skilji að það er eftirsóknarvert að gera hlutina framúrskarandi vel og vera sjálfum sér og öðrum til sóma.


Ég kveiki á kertum fyrir allar dygðir

Ég kveiki á kertum fyrir hnattrænan skilning

Ég kveiki á kertum fyrir þjónustu við samfélagið.

Ég kveiki á kertum fyrir að gera allt framúrskarandi vel.

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is