Öpp

Fjarfundir

Hvað eru góð samskipti? Hlekkur á myndband um góð samskipti. Á heimasíðu SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni er einnig að finna góðar upplýsingar varðandi samskipti á netinu. Á heimasíðu Heimilis og skóla er bæklingur um Börn og miðlanotkun

Google MeetGoogleMeet

Með Google Meet er hægt að halda fjarfundi, taka þá upp og streyma. Það er gott að nota spjaldið fyrir fjarfundi þar sem það er með innbyggða bæði myndavél og hljóðnema, en best er best er að nota heyratól með hljóðnema, þessi litlu sem fylgja farsímum eru fín.

Á spjaldinu:
- Velur ,,+ New meeting"
- Þá birtist gluggi með upplýsingum til að senda, velur ,,Share joining info".
- Velur hvernig þú vilt senda upplýsingarnar til þess/þeirra sem þú ætlar að hitta.

Í tölvu:
- Ýtir þú á ,,Tengjast eða hefja fund"
- Setur inn kóða, eða nefnir fundinn og heldur áfram.
- Ýtir á ,,Tengjast núna" og færð þá kóða til að senda þeim sem þú vilt hitta.

ZoomZoom

Einn aðili boðar fundinn og sendir öðrum fundarboð.

Á spjaldinu:
- Velur ,,New Meeting" og þegar þú ert kominn í mynd ýtir þú á ,,Participants" uppi í hægra horninu og velur hvernig þú vilt senda þeim fundarboð sem þú ætlar að funda með.

- Þú getur líka skipulagt fundinn fyrirfram. Þá velur þú ,,Schedule", nefnir fundinn, skráir hvenær hann á að vera og ýtir á ,,Done". Þá færðu yfirlitsmynd og finnur ,,Invitees", ýtir á það og fyllir út netföng þeirra sem eiga að fá boð á fundinn. Fundarboðið skráist þá inn í dagatal þeirra.

Google HangoutsHangouts

Nemendur eru með Google Hangouts í spjöldunum sínum. Þar geta þau hringt hvert í annað í mynd, og verið fleiri saman í spjalli. Við getum sett þeim fyrir að hittast í hópi og vinna saman að verkefni, það getur orðið til þess að nemendur sem annars myndu ekki eiga samskipti við samnemendur geri það.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is