Fordæmalausir tímar kalla á óhefðbundnar lausnir

Skólastarf hefur tekið margvíslegum breytingum á undanförnum misserum. Allir skólar eru sífellt að leita leiða til að bæta árangur sinn með hag nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Skóli er vettvangur breytinga og þróunar, og skapandi starf verður að koma að sem mestum hluta innan frá. Skólinn verður að skapa verkefni sem eru þess eðlis að þau virki hvetjandi á nemendur. Hér er ekki verið að flytja kennslustofuna alfarið yfir á rafrænt form, hér er einungis verið að mæta þörfum nemenda sem vilja auka þekkingu sína og þjálfa áður lærða færni.

Hér frá þessari vefsíðu er hægt að nálgast alls konar upplýsingar um öpp, verkefni fyrir hvert aldurstigi og fróðlegt efni sem tengist námi gegnum upplýsingatækni. 

1. - 4. bekkur 

5. - 7. bekkur

8. - 10. bekkur


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is