Tómstundarmiðstöð Áslandsskóla

Átta tómstundamiðstöðvar eru starfræktar í grunnskólum Hafnarfjarðar. Í hverri starfar Deildarstjóri sem heldur utan um daglegan rekstur og faglegt frístundastarf. Innan hverrar tómstundamiðstöðvar er starfrækt frístundarheimli og félagsmiðstöð.

Framtíðarsýn

Tómstundamiðstöðvar sinna eða standi á bakvið allt tómstundastarf fyrir börn og unglinga innan hvers grunnskólaskóla. Mikilvæg leið að settum markmiðum er samstarf við íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og aðra sem koma að fræðslu og/eða umönnun þeirra.  Frístundaheimilin skulu leita eftir samstarfi við þau íþrótta- og tómstundafélög sem sinna tómstundum barna í hverfinu. Markmiðið er að börnin geti stundað annað íþrótta- og tómstundastarf innan tímaramma frístundaheimilanna, og fylgja börnum á skipulagðar æfingar þegar færi gefst. Kynning á skipulögðu íþróttastarfi verði markviss og hluti af starfsskrá tómstundamiðstöðva.  

Stefnt skal að samþættum vinnudegi í skólum og frístundaheimilum þannig að skólastarf, heimanám, hvíld, tómstundir, íþróttir, tónlist og frístund myndi samfelldan vinnudag hjá börnum í 1.-4. bekk grunnskóla. Frístundastarf komi inn í samfelldan skóladag fremur en að vera í lok vinnudags. Fræðslu- og frístundaþjónusta vinnur að þessu markmiði í samvinnu við stjórnendur grunnskóla og frístundaheimila. 

Tómstundamiðstöðvarnar skulu vinna að heilsueflingu barna og ungmenna með  forvörnum og óformlegu námi.

Þá er áhersla lögð á að stuðla að lýðræðislegum vinnubrögðum og eflingu á sjálfstrausti og félagsfærni barna og unglinga, þar sem jafnréttissjónarmið eru ávallt höfð að leiðarljósi.  


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is