6 leiðir til að viðhalda jákvæðu viðhorfi:

19.11.2014

  1. Vertu innan um jákvætt fólk.  Viðhorf er smitandi, jákvæð jafnt sem neikvæð. Umhverfið hefur mótandi áhrif og fólkið í lífi okkar eru helstu áhrifavaldar okkar. Veljum vini okkar því af kostgæfni. 
  2. Lestu eða hlustaðu á jákvæðar bækur/skilaboð: Í stað þess að sökkva sér í neikvæðar fréttir er skynsamlegt að gefa sér nokkrar mínútur daglega til að lesa bækur með jákvæðum skilaboðum. 
  3. Orðaðu hlutina jákvætt:  Temdu þér að nota jákvæð orð í stað neikvæðra. Í stað þess að segja "ég verð að" skaltu segja "ég vel að" ...kannaðu hve miklu þessi litla breyting skilar sér í líðan þinni.      
  4. Trúðu á það sem þú gerir: Það er auðveldara að viðhalda jákvæðu viðhorfi ef þú trúir á það sem þú gerir - í vinnu og í einkalífi.   
  5. Ekki leyfa öðrum að draga úr þér: Stöku sinnum fær maður neikvæðar athugasemdir frá öðru fólki... það er ómögulegt að láta það koma sér úr jafnvægi.
  6. Byrjaðu núna og endurtaktu daglega: Jákvæðni er eiginleiki sem þarf að æfa og viðhalda. 

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is