Allt stefnir í verkfall á miðnætti

Áhrif á skólastarfið í Áslandsskóla – LESIST VEL

8.3.2020

Kæru foreldrar

Þegar þetta er skrifað stefnir allt í að verkfall Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og BSRB hefjist á miðnætti. Því vil ég ítreka hvaða áhrif það hefur á skólastarfið okkar í Áslandsskóla.

Áhrif á skólastarfið í Áslandsskóla – LESIST VEL
Ef til verkfalla kemur þá munu áhrif m.a. verða með eftirfarandi hætti:

Mánudagur 9. mars og þriðjudagur 10. Mars
Nemendur Áslandsskóla mæta til kennslu fyrstu tvær kennslustundir dagsins á mánudag og þriðjudag

Samræmt próf í íslensku í 9. bekk. Nemendur í 9. bekk sem eiga að taka samræmt próf í íslensku þriðjudaginn 10. mars mæta í skólann til að taka prófið og fara heim eftir próf. Nemendur í 9. bekk mæti í skólann kl. 8:10 þennan dag eins og áður hefur verið gefið út.

Sundlaugar, íþróttahús og menningarstofnanir bæjarins. Sundlaugar, íþróttahús og menningarstofnanir bæjarins verða lokaðar á fyrirfram ákveðnum dagsetningum. Bókasafn Hafnarfjarðar verður opið frá kl. 10-17 með fyrirvara um skerta þjónustu

Ótímabundið verkfall frá og með 9. mars
Frístundaheimilið Tröllaheimar. Frístundaheimili verður lokað ótímabundið, bæði fyrir og eftir skóla, frá og með mánudeginum 9. mars. Ekki verður innheimt fyrir þjónustu sem fellur niður vegna verkfalls
Félagsmiðstöðin Ásinn. Félagsmiðstöð verður lokuð ótímabundið frá og með mánudeginum 9. mars

Foreldrar eru hvattir til að nýta sér Mentor ef tilkynna þarf um forföll nemenda þar sem starfsfólk á skrifstofu fer í verkfall og símsvörun því með takmörkuðum hætti.

Foreldrar og forráðamenn eru, sem fyrr segir, einnig hvattir til að fylgjast vel með fréttum því grunnskólarnir munu vera með eðlilega starfsemi ef verkfall verður slegið af.

Með góðri kveðju
Leifur S. Garðarsson


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is