Bleikur dagur

20.10.2023

Áslandsskóli tók þátt átaki Krabbameinsfélags Íslands með því að sýna samstöðu í verki og mætti í bleikum klæðnaði föstudaginn 20.október.

Árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, stendur yfir allan október. Átakið er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að mikilvægi samstöðunnar og bleika litarins sem tákns um hana. Krabbamein kvenna snertir landsmenn alla einhvern tímann á lífsleiðinni og mikilvægt að leggjast á eitt í baráttunni og sýna samstöðu í verki með málstaðnum. Sýnilegsamtaða getur flutt fjöll og breytt öllu fyrir þau sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra. Fánar Bleiku slaufunnar prýða fánastangir skólans og sveitarfélagsins.





Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is