Nemendur Áslandsskóla sem ferðast erlendis

Eiga að vera heima þar til niðurstaða síðari skimunar hjá ferðafélögum/heimilisfólki sem er skimað er ljós

8.9.2020

Nemendur Áslandsskóla sem hafa ferðast með fullorðnum sem bíða niðurstöðu úr skimun á landamærum, eiga að vera heima þar til niðurstaða síðari skimunar hjá ferðafélögum/heimilisfólki sem er skimað er ljós en eru ekki formlega í sóttkví.

Þetta á við jafnvel þótt þau geti haldið fjarlægð, notað sérsalerni og sinnt eigin líkamsþörfum.

Ef skimun ferðafélaga/heimilisfólks er neikvæð, aðstæður á heimili og þroski barns með þeim hætti að barnið geti fylgt reglum sem gilda um þá sem eru á heimili með einhverjum í sóttkví geta börnin farið í skóla og sinnt öðrum erindum. Þau mega ekki fá gesti á heimilið og ef smit kemur upp á heimilinu fara þau í sóttkví.

Skólakveðja


Leifur S. Garðarsson, skólastjóri


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is