Foreldraröltið og samantekt lögreglu

19.11.2012

Nú eru ekki eftir nema fjórir föstudagar sem foreldrar þurfa að manna foreldraröltið. Eftirfarandi heimar sjá um foreldraröltið fram að jólum:

{nl}

23. nóv. 2. ÁR. Fjallaheimar

{nl}

30. nóv. 8. SER. Hrafnsheimar

{nl}

7. des. 9. RLS. Óðinsheimar

{nl}

14. des. 7. GH. Grettisheimar

{nl}

Stjórn foreldrafélagsins biður foreldra um að taka vel á móti kalli bekkjartengla þegar kemur að þeirra bekk að rölta. Röltið er svo mikilvægt fyrir fjölskyldu okkar, hverfið okkar og bæinn okkar. Allir að hrista treflana og draga fram kuldaskóna og rölta eitt kvöld :)

{nl}

Samráðsfundur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjarðarbæjar var haldinn í dag, 19. nóvember. Markmið þessa fundar var að kynna fyrir íbúum hvernig staða innbrota, ofbeldisbrota, eignspjalla og umferðarslysa er hér í Hafnarfirði. Ánægjulegt er frá að segja að frá árinu 2007 hefur innbrotum fækkar um 22%, ofbeldisbrotum fækkað um 27%, eignaspjöllum fækkað um 28% og umferðarslysum fækkað um 36% . Þetta eru góðar fréttir.

{nl}

Hægt er að hafa samband við lögreglu á eftirfarandi hátt:

{nl}

Til að fá aðstoð -112

{nl}

Til að fá upplýsingar - 444-1000

{nl}

Senda ábendingu - abending@lrh.is

{nl}

Vefur lögreglu - www.lrh.is

{nl}

www.facebook.com/logreglan


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is