Bekkjartenglakvöld

1.10.2012

Þú vilt ekki missa af þessu

{nl}

Bekkjartenglakvöld

{nl}

Ertu hugmyndalaus?

{nl}

Af hverju bekkjartengill?

{nl}

Viltu vera betur upplýst/ur um þitt hlutverk sem bekkjartengill?

{nl}

 

{nl}

Þriðjudagskvöldið 2. október 2012 kl. 19.30 – 21.30 stendur stjórn foreldrafélags Áslandsskóla fyrir skemmtilegum og fræðandi námskeiði um hlutverk bekkjartengla.

{nl}

Námskeiðið verður haldið í sal Áslandsskóla og verður margt spennandi í boði.

{nl}

Ýmis góðgæti verða á boðstólnum sem næra líkama og sál á skemmtikvöldi sem þessu.

{nl}

Helga Margrét Guðmundsdóttir heldur fyrirlestur um hlutverk bekkjartengla af sinni alkunnu snilld. Helga Margrét hefur haldið marga fyrirlestra um foreldrasamstarf, vann hjá Heimili og skóla og komið á virku foreldrastarfi í Reykjanesbæ með góðum árangri.

{nl}

Námskeiðið er ókeypis og ætlað skólasamfélagi Áslandsskóla – bekkjartenglum, foreldrum og starfsfólki Áslandsskóla.

{nl}

Skráið ykkur á netfangið foreldrafelag@aslandsskoli.is fyrir 1. október

{nl}

Við hlökkum ótrúlega mikið til að sjá ykkur!

{nl}

Stjórn foreldrafélags Áslandsskóla


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is